Nýskráning
Simi: 6949551

Tilkynningar - Fréttir af því sem nýtt er í starfsemi okkar.

Við erum alltafa að þróast.  - Leikfangaland.is -   Þín ferð - oft betra verð. 

03.02.2014 Tilboðsdagar á Leikfangalandi.is.  Tilboðin má sjá á síðunum og eru þar 2 verð, gamla verðið og tilboðsverðið.   er tækifærið að kaupa dúkkuhús, dýrahús og princessukastala með afslætti.

01.02.2014  Innskráning Leikfangaklúbbur.  Nú er innskráning í leikfangaklúbbinn komin í lag og þarf bara að setja inn notandanafn og lykilorð og smella svo á litla blá hnappinn við hliðina á glugganum fyrir lykilorð og þá kemst maður inn.  Í blá hmappnum eru stafirnir ,,OK ,,.

Þeir sem hafa gleymt lykilorði eða bæði því og notandanafni geta sent okkur línu í netfangið: leikland@simnet.is og sendum við þá notandanafn til viðkomandi og nýtt lykilorð, því við sjáum ekki gamla lykilorðið.  Með hinu nýja lykilorði er hægt að komast inn og þar breytir viðkomandi því í eitthvað annað lykilorð sem við sjáum aldrei hvað er.

01.02.2014.  Nú eru tilboð í gangi á ýmsum völdum vörum.  Sjá auglýsingar hér á síðunum.

 25.01.2014 Kl. 21.30  Nú er lager- og útsölu lokið. 

13.01.2014. Útsala  Leikfangalands til 15. janúar 2014.  Nú er útsala hjá okkur á Leikfangalandi.is. 30%  afsláttur á öllum leikföngum, dúkkuhúsum, dýrahúsum, köstulum ofl.  40% afsláttur á Lego.

16.des 2013. Dúkkuvagnasmíði. Nú hefur fyrsti dúkkuvagninn sem smíðaður hefur verið á okkar vegum, litið dagsins ljós.  Hann er 58 cm langur og tekur allt að 50 cm langar dúkkur.  Hann rúmar því vel Baby born stóru dúkkuna ofl. slíkar.   Hann er á gúmmíhjólum þannig að hann er stöðugur á parketi og flísum.  Sjá hér.

 05.12.2013  Landsbyggðin.  Til tals kom að bjóða fríar sendingar út á land ef verslað var fyrir 10.000,- eða meira og var búið að semja um mikinn afslátt hjá ákveðnum aðila og leit það vel útSkömmu síðar hækkaði sá aðili flutningskostnaðinn verulega svo að sjáanlegt var að  öll álagning vöru færi í það.  Nauðsynlegt yrði að hækka vöruna, líkt og okkur sýnist  einn samkeppnisaðili okkar gera sem auglýsir  frían sendingarkostnað út á land og er með nokkuð af sömu vöru og við.  það er hálfgerður tvískinnungsháttur og yrði til þess að Stór-Reykjavíkursvæðið færi að greiða niður flutning út á land því hækkað vöruverð væri fyrir alla.  Einnig er ekki séð hvað fólki er mikill greiði gerður með því að láta það greiða flutningskostnaðinn og segja svo ,,Fríar sendingar út á land".  Við erum bara ekki þannig og viljum heldur halda vöruverðinu í lægri kantinum fyrir alla og svo verður bara að koma í ljós hver af landsbyggðinni vill versla við okkur og hver ekkiÞar eigum við marga góða viðskiptavini sem panta hjá okkur vöru þrátt fyrir póstkostnað.   Til að jafna þetta nokkuð, milli þéttbýlis og dreifbýlis,  þá er frí innpökkun á vörum og frír akstur á Póstinn, vöruflutningastöðvar og flug, fyrir landsbyggðarfólk.

08. nóv. 2013  Dúkkuhúsadagar hjá Leikfangalandi.is út nóvember.  Afsláttur á dúkkuhúsum og köstulum.  Hægt að koma og skoða milli 9 og 21.00.  Bara hringja á undan.  Enginn sérstakur opnunartími.  s. 5873215.  Ábyrg þjónusta við landsmenn í 6 ár.

22.10.2013  Allar fréttir af andláti okkar eru stórlega ýktar.. eins og kallinn sagði.  Við erum með vefverslunina á fullu, gardínusölu og litla búð heima á lóð og þar er opnunartíminn eftir höfði viðskiptavinarins, sem getur komið frá  því kl. 9 til 21 alla daga, bara hringja á undan.  S. 5873215 og 7727940.  Við vorum að fá 32 cm háar dúkkur með hár og mjúkan bol fyrir 18 mánaða + og svo voru hljóðpúslin með húsdýrunum að koma aftur.  Þar heyrast hljóð sem við þekkjum, hani galar, hestur hneggjar osfrv. ef púslbiti er tekin upp og settur aftur í farið sitt.  Fyrir 2ja ára +.  Við erum að setja inn alls konar leikföng þessa dagana, Playmobil, ungbarnaleikföng og Hama perlur og perlusett, svo eitthvað sé nefnt..

26.08.2013.  Við óskum World Class til hamingju með nýju eldhúsin og tré-pottasettin frá okkur.  Nýlega  afhentum við World Class  2 ný eldhús frá Melissa& Doug og pottasett ofl. til að hafa í krakkahornum staðanna.  Er þarna vandað til við val á leikföngum og auðséð  að það er gert vel við börn viðskiptavina heilsuræktarinnar.

07.06.2013.  Verslunin okkar að Vínlandsleið 14, Grafarholti er hætt þar og flutt að Garðsstöðum 48, Staðahverfi, Grafarvogi.  Okkur bauðst að losna út úr leigusamningi að Vínlandsleið sem var til 5 ára og gripum tækifærið, enda búin að vera dauf viðskipti frá áramótum.  Við erum því bara með netverslunina hér og svo er hægt að koma og skoða leikföng og gardínur; strimla-, myrkvunar- og Screen-gluggatjöld að Garðsstöðum 48, Grafarvogi, rétt hjá Korpúlfsstöðum (verslun úti á lóð). Sjá  staðsetningu á síðunni ,,Um okkur ".  Bara að hringja á undan. s. 5873215.  Enginn sérstakur opnunartími en hægt að koma einhvern tímann frá 10 f.h. og 21.00 e.h.  virka daga.

07.06.2013.  Vörubíllinn okkar,  flottur á tvöföldu að aftan = 10 hjóla.  Við framleiddum einn vörubíl á tvöföldu að aftan og með loftkútum og flautulúðrum á þaki skv. óskum kaupanda.  Bílarnir eru úr furu, öxlar úr ryðfríu stáli og hjólum fest með sjálfsplittandi róm.   Hjólin eru út plasti og barðinn úr linu gúmmíi.  Hjólin eru ætluð undir hjólaborð t.d. og þola hvert 60 kg. þunga.  Sjá hér. 

26.03.2013. Vörubíll.  Vegna mikillar eftirspurnar erum við neydd til að setja afgreiðslufrest á tré-vörubílinn sem við vorum að byrja sölu á.  Er nú tilgreind vika til 10 dagar sem afgreiðslufrestur því smiðurinn hefur ekki undan og tekur nokkurn tíma að smíða hvern bíl og mála.   Ef kaupa á svona bíl þá er bara að setja hann í körfu á vörusíðunni og greiða hann og bíða í allt að 10 daga.

01.03.2013.  Nýr vörubíll með sturtum.  Vegna tíðra fyrirspurna um stóra vörubíla úr tré, sem hægt væri að nota í sandinum og jafnvel leggjast á og ýta sér áfram á, þá höfum við hafið framleiðslu á stórum vörubíl með sturtum, 80 cm löngum sem verður að teljast til stærstu hreyfanlegu leikfanga tré-bíla á markaðnum sem ekki eru þá bara  í kassabíla - flokknum.    Þetta er jálkur sem hægt er að jaxlast með og moka á og sturta.  Öxlar eru úr ryðfríu stáli og vönduð hjól úr plasti með gúmmí-barða.  Hjólunum er fest með sjálfsplittandi róm.  Viðurinn er þurrkuð fura.  Trébílar þola frost betur en plastbílar og margt sem gerir trébílinn endingarbetri.  Svo verður viðgerðarþjónusta fyrir bílinn og hægt að fá varahluti; hjól, bretti, púst, pall osfrv.  Við höfum kosið að nota svona góð hjól undir bílinn, því tréhjól vilja springa í vætu og þurrk á víxl og helmingur ánægjunnar við svona bíla er að keyra í pollum og svo rignir víst stundum á Íslandi. Hægt er að fá vörubílinn á tvöföldu að aftan gegn 5000 kr. aukagjaldi. (aðallega hjólakostnaður). Bíllinn er hannaður af Leikfangalandi og smíðaður hjá okkur.  Hægt er að panta bílinn með ýmsu aukalega eins og flautu-lúðrum á toppi, loftkútum í hliðum ofl.  Bíllin er á þessari síðu hér.

  Bíllinn er það þungur að erfitt er annað en ganga vel um hann ef maður er  4ra  til 8 ára, því erfitt er að kasta honum mikið til og best að draga hann.  Gat fyrir spotta er í framstuðara.   Bíllinn er grunnaður og síðan málaður 2 umferðir með málningu.

  Meira framboð verður á trébílum og traktorum fyrir íslenskar aðstæður á næstu misserum.

 Jafnhliða þessu hefur Leikfangaland hafið sölu á íslenskum dýrum úr tré, sjá hér 

 

11.02.2013.  Mynt og verð í Evrum og Dollurum.  Nú er verið að útbúa greiðslumöguleika í evrum og dollurum á síðunni hjá okkur.  Fólk getur ráðið hvort það velur að greiða í ísl. krónum , evrum eða dolurum.  Er þetta eðli málsins samkvæmt meira fyrir brottflutta Íslendinga  og útlendiga.  Verðin við vörurnar koma í þessum gjaldmiðum sem valdir eru á síðunni efst ,,Select Currency ".  Ef valið er USD þá koma öll verð á síðunum í dollurum og svo Evrum ef þær eru valdar.  Í upphfi hvers dags er gengi gjaldmiðlanna sett inn eftir töflum banka.  Á meðan það stendur " ISK " í glugganum efst á síðunni er allt í íslenskum krónum.

28.11.2012.  Sparaðu póstkostnað.  Fólk á landsbyggðinni getur látið okkur fara frítt með vörur í hús hjá ættingjum á Stór-reykjavíkursvæðinu, vörur sem það verslar í vefverslun okkar, - ef það verslar fyrir 4000 kr. eða meira.  Oft er ferð út á land eða einhver ættingi eða tengdur aðili ætlar að koma í heimsókn til viðkomandi á næstunni.  Einnig getur fólk úti á landi látið sækja í verslun okkar að Vínlandsleið 14 vörur sem það pantaði á netinu, ef það er ferð.  Svo er líka hægt að láta okkur pakka inn vörunni, skrifa á kort og fara með til viðkomandi afmælisbarns á S-Reykjavíkursvæðinu.  Sjá ,,Afmælisþjónustu " .  Þetta gæti líka átt við um jólapakkana.  Afmælisbarnið eða sá sem á að fá pakkann verður þó að eiga heima á stór - Reykjavíkursvæðinu; Mosfellsbæ, Rvk.,Kópavogi, Hafnarfirði, Álftanesi eða Seltjarnarnesi.  Við pökkum í afmælis - og jólapappír. 

26.10.2012.  Afgreiðslufrestur netverslun.  Afgreiðslufrestur í netversluninni er 1 til 2 sólarhringar, en yfirleitt er varan send daginn eftir pöntun á póstinn eða keyrð heim til fólks á Stór- Reykjavíkursvæðinu.

07.09.2012.  5 ár.  Vefverslunin leikfangaland.is er 5 ára í dag.  Vefverslunin hefur þróast í að verða ein stærsta vefverslun (íslensk) með leikföng.  Reynt hefur verið að mæta eftirspurn fólks á hverjum tíma og alltaf er reynt að hafa álagningu sem minnsta.   Fyrir þremur árum hóf leikfangaland.is (Leikland ehf.) eigin innflutning á þróskaleikföngum og tréleikföngum frá hinum þekkta aðila Melissa&Doug í Bandaríkjunum.  Þrátt fyrir mun meiri flutningskostnað frá Ameríku en t.d. Evrópu (Rotterdam, Bretland), þá höfum við reynt að hafa þessi vönduðu leikföng á sem lægstu verði.  Hafa þessi leikföng líkað vel, enda eru þau vönduð, falleg og þroskandi á allan hátt.  Við framleiðslu þeirra er gætt alls öryggis varðandi börnin.  Málning, blek, krítar, vaxlitir ofl. innihalda engin óæskileg efni og eru ,,b a r n-v æ n"  á allan hátt. Leikfangaland.is og verslunin Leikfangaland seljass einnig ýmis önnur leikföng frá öðrum aðilum og frá íslenskum heildverslunum.

07.09.2012.  Nýjar vörur.  Vorum að taka upp nýjar vörur frá Melissa$Doug USA.  Hljóðpúsl með dýrahljóðum, húsdýrin og gæludýr.  Einnig falleg gólfpúsl, prinsessu, sjóræningja og risaeðlur.  Dúkkan Brianna er komin aftur, dúkkan með hárið og svo þroskaleikföng úr tré, smíðasett og  fleira.  Opið laugardaga líka frá 11 til 16.

23.07.2012 Nýjar vörur. Segulstafirnir úr tré komnir aftur.   Dúkkuhúsin með húsgögnunum komin aftur, - einnig túss- og krítartöflurnar með pappírsrúlluhaldara.

26.04.2012  Hljóðbók.  Nú hefur Leikfangaland.is hafið sölu á hljóðbók.  Hljóðbókin er af bókinni ,,Ævintýri í sveitinni " sem mörg börn kannast við, enda hefur bókin sjálf verið til á bókasöfnum og skólum síðan 1996.  Nú gefst tækifæri á að kaupa hana sem hljóðbók.  Höfundur les.  Bókin er eftir Jónas Baldursson, sem um 11 ára skeið stundaði kennslu á landsbyggðinni og í Reykjavík.  Vera hans í sveit á sumrin öll hans æskuár svo og samskipti við nemendur síðar, varð kveikjan að þessari bók. (Texti á bókarkápu).  Bókin sjálf segir frá Alla 9. ára sem sendur er í sveit til ókunnugra um 1960.  Vélvæðingin er að halda innreið sína í sveitina, en samt er enn notast við gömul vinnubrögð. Bókin sjálf er 150 bls. og skiptist í 16 kafla sem allir eru á diski hljóðbókarinnar.   Margt skeður í sveitinni og mörg ævintýrin upplifir Alli í sveitinni. Til er framhald af frásögunum um Alla, því næsta bók heitir ,,Strokufanginn "  (1998) og þar leysa Alli, Steini og Elsa gátuna um strokufangann sem lengi hafði verið leitað að.  Þar er Alli orðinn eldri eða  13 ára.  Hægt er að hlusta á lestur eins kafla í bókinni  ,,Ævintýri í sveitinni"  á vefsíðu okkar. Hér.

Eldri fréttir hafa verið þurrkaðar út.


Karfan er tóm
Select currency:
Leikfangaland.is / Fréttir
Aðalsíða / Heim
Leikfangaland.is - Kt. . 4409850259 Fjarðargötu 13-15 Hafnarfirði Sími: 6949551 netfang:leikfangaland@leikfangaland.is