Algengar spurningar

Hversu langur er afhendingartíminn á vöru?
  • Við afgreiðum allar pantanir samdægurs eða næsta virka dag.
  • Ef valið er að sækja vöru í verslun er hægt að sækja næsta virka dag.
  • Ef valið er að fá heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu er pöntunin keyrð út af sending.is á þeim tíma sem var valinn.
  • Þær pantanir sem fara í póst eru afhentar póstinum samdægurs eða næsta virka dag.
Hvernig virkar afmælisþjónusta?

Leikfangaland býður upp á afmælisþjónustu sem felur í sér að við pökkum inn gjöfinni, skrifum í afmæliskort texta sem valinn er af viðskiptavin og sendum á heimili afmælisbarnsins ef þess er óskað. Þessi þjónusta kostar aukalega kr. 1500.

 

Hvernig greiði ég?

Hægt er að greiða fyrir pantanir með greiðslukorti eða millifærslu.

Upplýsingar fyrir millifærslu:
Kt.: 440985-0259
Banki: 130-26-259

Hvað er sendingarkostnaðurinn hár?

Ef valið er að fá sent með póstinum er sendingarkostnaðurinn samkvæmt gjaldskrá póstsins og greiðist af viðtakanda.

Ef pöntunin er innan höfuðborgarsvæðisins eða í nærumhverfi höfuðborgarsvæðisins (Akranes, Ásbrú, Grindavík, Hveragerði, Keflavík, Kjalarnes, Njarðvík og Selfoss) er hægt að velja um að fá heimkeyrslu frá sending.is. Þá er sendingarkostnaðurinn gefinn upp í greiðsluferli.

 

Er hægt að skipta vöru?

Hægt er að skipta vöru eða fá inneign í verlsunina ef varan er heil, ónotuð og í óskemmdum pakkningum. Krafa er um að kvittun fyrir vörunni fylgi eða að varan sé með skiptimiða.
Athugið að ekki er hægt að skipta útsöluvörum.

Hvar sæki ég pöntunina?

Hægt er að sækja vörurnar í verslun okkar í Firðinum Hafnarfirði, Fjarðargötu 13-15, 1. hæð.

Sendu okkur línu