Five Crowns
3.390kr.
Five Crowns.
Five Crowns er fallegt og einfalt spil með spilastokkum fyrir alla fjölskylduna en það líkist einna helst rommí nema hvað að það eru tveir stokkar í spilinu með fimm sortum; hjarta, spaði, tígull, lauf og STJARNA, auk sex jókera. Þessi einstaki stokkur gefur því mun fleiri möguleika til að mynda raðir og sett. Áskorunin felst í að velja réttu samsetninguna, loka fyrstur spilinu og horfa á andstæðingana reyna að bjarga sér fyrir horn. Það tekur 11 umferðir að klára spilið, hver leikmaður fær 3 spil í fyrstu umferð (þá gilda þristarnir allt), fjögur þar á eftir (fjarkarnir gilda allt)… og þannig gengur það upp í 13 spil (þá eru kóngarnir allsráðandi).
Þar að auki er hægt að nota Five Crowns til að leggja kapal en leiðbeiningar fyrir Five Crowns kapal er að finna í leikreglunum.
Spilið er ekki búið fyrr en kóngarnir ráða ríkjum! Góða skemmtun!
Aldursviðmið: 8+
Leikmenn: 2-7
Ekki til á lager