Mastermind
8.690kr.
Mastermind
Í venjulegri útgáfu af Mastermind etja tveir leikmenn kappi þar sem annar, kóðameistarinn, býr til litaröð úr lituðu stautunum og hinn, kóðaleysarinn, þarf að giska á samsetninguna. Hann fær jafnmargar tilraunir til að giska og raðirnar á bakkanum eru en eftir hverja röð verður kóðameistarinn að láta vita af lit og fjölda stauta sem giskað var rétt á með því að færa til pinnanna á hliðum bakkans.
Í 3-5 manna leik skiptast allir, nema kóðameistarinn, á að reyna að leysa kóðann og keppa sín á milli um hver er fljótastur að finna úrlausnina.
Aldursviðmið: 8+
Leikmenn: 2-5
Ekki til á lager