Scrabble Junior

7.990kr.

Scrabble Junior

Skemmtilegt Scrabble spil sem kennir börnum að gera sér leik að orðum! Bæði að stafa orð eftir forskrift og mynda orð eftir eigin minni og skilningi. Scrabble Junior inniheldur tvo leiki sem henta mismunandi aldurshópum.

Einfaldari leikurinn ‚Orð og myndir‘ er fyrir börn á aldrinum 5-8 ára og þá er notuð sú hlið leikborðsins þar sem sjá má orð og viðeigandi myndskreytingar. Markmiðið er að stafa orðin á borðinu og í hvert sinn sem leikmaður klárar orð fær hann stigaskífu. Einnig geta myndskreytingarnar hjálpað barninu að skilja orðin.

Hinn leikurinn, ‚Litir og talning‘, er einfölduð útgáfa af hefðbundnu Scrabble spili þar sem leikmenn, 7 ára og eldri, geta keppst um að mynda sjálfir eins mörg orð og þeir geta og reyna að raða þeim þannig að stafirnir lendi á rauðum eða bláum reit því þá fást bónusstig.

Aldursviðmið: 5+
Leikmenn: 2-4

 

Ekki til á lager

Vörunúmer: NG493050 Flokkar: ,