Sequence Deluxe
6.990kr.
Sequence Deluxe
Tilgangurinn með Sequence er að vera fyrst(ur) til að leggja tvær raðir með fimm spilapeningum í sama lit, upp, niður eða á ská. Spennan og hraðinn eykst með hverri umferð en mikilvægt er að leggja niður á réttum tíma, spila skipulega og með smá
heppni þá er sigurinn í höfn. Sequence er frábært spil til að spila í litlum jafnt sem stórum hóp en allt að 12 manns geta spilað saman. Deluxe útgáfan er bara ennþá meiri lúxus í teitið!
Spilið spilast eins og hefðbundið Sequence, nema á flottari og þægilegri máta. Tvær breytingar hafa þó verið gerðar:
- Leikborðið er rúmlega helmingi stærra en í hefðbundnu Sequence og því með mun stærri spilareitum. Það hentar því einstaklega vel þegar margir eru að spila saman.
- Spilapeningarnir eru hvítir öðrum megin. Þegar röð hefur verið mynduð er þeim snúið við á hvítu hliðina. Þá ætti ekki að fara fram hjá neinum hversu margar raðir hafa verið myndaðar.
Aldursviðmið: 7+
Leikmenn 2-12
Ekki til á lager